Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   þri 17. nóvember 2015 19:22
Magnús Már Einarsson
Zilina í Slóvakíu
Yfirlýsing Gylfa: Misskilningur - Sambandið við Monk er gott
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir ummæli sem hann lét falla í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Í viðtali við Fótbolta.net í gær var Gylfi spurður að því hvort að hann hefði rætt við Garry Monk, stjóra Swansea, hversu mikið hann myndi spila með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Póllandi og Slóvakíu.

„Hann (Monk) er lítið að tala við leikmenn. Þegar við fórum áfram sendi hann ekki einu sinni leikmönnum frá Wales og Íslandi sms til að segja til hamingju. Ég hef ekkert heyrt í honum," sagði Gylfi við Fótbolta.net í viðtalinu í gær.

Breskir fjölmiðlar hafa tekið ummæli úr viðtalinu og birt í fréttum í dag. Það varð meðal annars til þess að talsmaður Swansea tjáði sig um málið.

Gylfi segist ekki hafa náð að koma því nógu vel frá sér sem hann ætlaði að segja í viðtalinu. Hann segir samband sitt við Swansea og Monk vera gott.

Gylfi byrjar á bekknum í vináttuleik Íslands og Slóvakíu í kvöld en flautað verður til leiks í Zilina klukkan 19:45.

Yfirlýsing frá Gylfa:
Það sem ég átti við var að í verkefnum með landsliðinu er það einfaldlega undir þjálfurum landsliðsins komið hverjir spila, og þá hversu mikið þegar það á við, hvort sem það eru vináttuleikir eða mótsleikir. Svo var einnig nú. Þjálfarinn hjá mínu félagsliði er ekki að skipta sér af því hvað ég spila margar mínútur með landsliðinu, það er það sem var spurt um í þessu viðtali, þ.e. hvort hann ræddi það eitthvað við mig hvað hann vildi að ég spilaði mikið.

Það skiptir líka engu máli hvort ég hafi fengið SMS frá Gary Monk eða ekki með hamingjuóskum, því hann óskaði okkur auðvitað til hamingju þegar við mættum til æfinga eftir leikina við Holland og Kasakstan. Ég bara kom því sem ég ætlaði að segja ekki nógu vel frá mér í þessu viðtali og úr því varð þessi leiðinlegi misskilningur. Mér líður mjög vel hjá Swansea og samband mitt við Monk er gott, og það sama er að segja um samskipti hans við mig og aðra leikmenn, þau eru í fínu lagi.

Sjá einnig:
Gylfi: Monk sendi ekki SMS til að óska til hamingju
Breskir miðlar gera sér mat úr ummælum Gylfa við Fótbolta.net
Lögfræðideild Swansea skoðar ummæli Gylfa á Fótbolta.net
Athugasemdir
banner
banner