Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   þri 18. júlí 2023 22:55
Arnar Laufdal Arnarsson
Evrópu Toni: Einhver þvæla í nokkrum góðum grínurum
Maður sættir sig alveg við 2-1 sigur í Meistaradeildinni
Evrópu Toni í góðu skapi í viðtali eftir leik, skiljanlega
Evrópu Toni í góðu skapi í viðtali eftir leik, skiljanlega
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var algjör snilld, ótrúlega gaman að spila svona Evrópuleiki og við fáum að spila helling í viðbót þannig það er bara snilld" var það fyrsta sem markmaður Breiðabliks, Anton Ari Einarsson í viðtali við Fótbolta.net strax eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Shamrock Rovers

Lokatölur í kvöld sýna 2-1 sigur en sigurinn hefði getað verið mun stærri þar sem Blikar voru bara með yfirburði á vellinum oftar en ekki og hefðu sanngjörn úrslit jafnvel verið bara 4-1 fyrir Blikum.

"Það er alveg rétt hjá þér við fengum fullt af færum fannst mér allavega og ekkert bara hálf tækifæri heldur vorum við að fá þvílikt góð færi og nýttum þau ekki eða ekki öll þeirra en maður sættir sig alveg við 2-1 sigur í Meistaradeildinni"

Blikar fá ekki eitt mark á sig úr opnum leik í þessu einvígi, gegn liði sem var í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, hann hlýtur að vera mjög sáttur með það.

"Bara mjög góð frammistaða hjá liðinu og ekkert eðlilega gaman að sjá við erum 2-1 yfir, 80 mínútur á klukkunni þá er svo auðvelt að falla bara niður og verjast en mér fannst gaman að sjá menn voru bara að hlaupa um allann völl, pressandi þá inn í þeirra eigin markteig þótt það hefði verið auðvelt að falla niður og fara í skotgrafirnar þannig bara geggjuð frammistaða hjá öllum"

Það er mikið rætt um sérstaklega á samfélagsmiðlinum Twitter þegar að Blikar eru í Evrópu um leikmanninn „Evrópu Tona" líður Antoni aðeins betur þegar að andstæðingurinn er ekki frá Íslandi? En Anton er þekktur fyrir að vera frábær í marki Blika í Evrópu einvígunum.

"Nei ég myndi nú ekki segja það, þetta er bara einhver þvæla í nokkrum góðum grínurum" Sagði Anton léttur og hló vel.

Verkefnið framundan í Meistadeildinni er auðvitað FC Kaupmannahöfn, þegar að Anton var lítill gutti í Mosfellsbæ, var þetta eitthvað sem hann sá fyrir sér að gera þegar hann yrði eldri?

" Vonandi verða allavega 40 þúsund manns það væri geðveikt en maður veit ekkert hvort það verði fullur völlur, en nei ég held að lítill Anton hafi ekkert endilega verið að spá í þvi"

Markið sem Blikar skora eftir stutt horn leit út fyrir að vera fyrirgjöf en fréttaritari heyrði að þetta hafi verið æft sem hann átti erfitt með að trúa.

" Sko, eitthvað af þessu var af æfingasvæðinu, hvort að Höggi ætlar að lobba boltanum svona í fjærvinkilinn, ég allavega tók ekki eftir því að það var æft en ég er auðvitað markmaður ég er oft að gera eitthvað annað á æfingu þannig það gæti vel verið það fór framhjá mér"

Viðtalið við Anton má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Athugasemdir
banner
banner