Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   þri 18. júlí 2023 22:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jason Daði svekktur að skora ekki fleiri - „Hann fær sitt kredit"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Breiðablik vann Shamrock Rovers 2-1 á Kópavogsvelli í kvöld og tryggðu sér þar með í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir FCK.

Jason Daði Svanþórsson kom liðinu yfir í kvöld.


„Þetta er yndisleg tilfinning. Þegar maður leggur mikið á sig er gaman að uppskera en við ætlum okkur ennþá lengra. Það er alltaf ógeðslega gaman að vinna í Evrópu, það er eitthvað extra við það," sagði Jason Daði.

„Ég sá Oliver pikka honum og ég fékk hann. Þá dettur maður í eitthvað flæði og svo setur maður hann í fjær, bara geggjað. Þetta hefði ekki gerst nema hann (Oliver) hefði ekki pikkað í hann þannig hann fær sitt kredit," sagði Jason.

Hann hefði viljað skora fleiri mörk í kvöld.

„Að sjálfsögðu, ég verð að gera betur. Við hefðum getað klárað leikinn mun fyrr ef ég hefði klárað þessi færi. Ég verð að sjá hvað ég gerði vitlaust í þeim færum og gera betur næst."

Mosfellingurinn Jason Daði vonast til að sjá aðra Mosfellinga eins og faðir hans Svanþór fasteignasala og Steinda Jr. á Parken.

„Já, þeir láta sig ekki vanta," sagði Jason að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner