Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. október 2022 12:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Blikar hafi lagt mikið í að fá Sigurð Egil - Víkingar reyndu líka
Sigurður Egill Lárusson.
Sigurður Egill Lárusson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Egill Lárusson skrifaði á dögunum undir nýjan samning við Val og verður hann áfram hjá félaginu. Hann gerði samning sem gildir til ársins 2025.

Sigurður Egill, sem er þrítugur, hefur verið hjá Val síðan 2013. Sem leikmaður félagsins hefur hann þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Þá hefur hann spilað tólf Evrópuleiki með liðinu.

Í sumar hefur hann komið við sögu í átján deildarleikjum og eftir að Ólafur Jóhannesson tók við af Heimi Guðjónssyni hefur Sigurður að mestu spilað í vinstri bakverðinum eftir að hafa spilað á kantinum lengst af á sínum ferli.

Hann sagði frá því í byrjun mánaðarins að hann hefði verið í viðræðum við tvö önnur félög áður en hann ákvað að endursemja við Val. Fram kom í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag að þessi tvö félög hefðu verið Breiðablik og Víkingur.

„Breiðablik fór hart á eftir Sigurði Agli Lárussyni. Mjög hart. Víkingarnir reyndu líka en ekki jafn hart og Blikar," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Valsmenn jöfnuðu það sem þeir voru með í Kópavoginum," bætti Tómas við en hægt er að hlusta á alla umræðuna í spilaranum hér fyrir ofan.
Útvarpsþátturinn - Ómar Ingi og helstu boltamálin
Athugasemdir
banner
banner
banner