
Grindvíkingar gerðu góða ferð í Laugardalinn í kvöld og unnu 2-4 sigur á heimamönnum í Þrótti. Grindvíkingar hafa misst niður talsvert af leikjum í sumar þar sem þeir hafa verið yfir mest allan leikinn. Sigurbirni Hreiðarssyni þjálfara var því mjög létt í leikslok.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 4 Grindavík
„Léttir, kláruðum leikinn á fagmannlegan hátt og spiluðum þennan fótboltaleik mjög vel. Eins og við höfum spilað langtímum saman í þessum leikjum sem við höfum verið að spila''.
Eins og áður sagði hafa Grindvíkingar misst ansa marga unna leiki niður í jafntefli eða tap í sumar. Sú var ekki niðustaðan í kvöld.
„Nú héldum við út og það var stöngin inn fyrir okkur núna. Við vorum ánægðir með það, góð mörk og hefðum getað bætt við''
„Þegar það er komin smá lota að þú ert búinn að missa niður leiki í lok leikja þá fer það á sálina eins og fólk veit sem hefur upplifað fótboltann. Við þurftum að komast yfir þann hjalla og gerðum það í dag en þetta eru bara þrjú stig og við erum ánægðir með það gríðarlega og ánægðir með spilamennskuna hjá strákunum. Mér fannst vera mjög góð holning á liðinu í dag''.
Leikjadagskráin verður mjög þétt á næstunni og það má lítið út af bregða til að lið missi hreinlega ekki af toppbaráttunni. Sigurbjörn er bjartsýnn á framhaldið og telur Grindvíkinga geta komist aftur í efri hluta deildarinnar.
„Spilamennskan hefur oft á tíðum verið mjög fín, við höfum skorað mikið af mörkum, við höfum verið að skapa mikið af færum og átt mjög góða spilkafla. Ég tel okkur geta unnið hvern einasta leik sem við förum í en við höfum verið klaufar''
„Við héldum í dag og skoruðum fjögur mörk. Stundum höfum við skorað tvö og átt að skora þrjú, fjögur. Þegar þú ert kominn í þægilega stöðu og lítið eftir og svo bara kemur andstæðingurinn og skorar. Þá geturu lent í því ef þú ert ekki klára að fá bara annað eftir horn eða aukaspyrnu''.
„Í dag héldu menn út og það var gríðarlega sálrænt sterkt fyrir okkur'."
Athugasemdir