Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   sun 20. febrúar 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Viðbrögð fjórða dómarans vekja athygli - „Er þetta ekki svolítið óvenjulegt?"
Craig Pawson
Craig Pawson
Mynd: Getty Images
Samsæriskenningar ganga nú um á Twitter vegna viðbragða Craig Pawson, fjórða dómara í leik Manchester City og Tottenham í gær, en hann virtist pirra sig á sigurmarki Tottenham.

Sky Sports deildi myndbandi af hliðarlínunni er Harry Kane stangaði boltann í netið seint í uppbótartíma.

Þar sást Antonio Conte, stjóri Tottenham, fagna innilega á meðan Pep Guardiola var sár og svekktur.

Það voru hins vegar viðbrögð Pawson sem vöktu mesta athygli en þegar Kane kom boltanum í netið þá leit hann undan og svipbrigðin sögðu meira en þúsund orð.

Samsæriskenningar fljúga á Twitter og margir undrandi á þessu myndskeiði.

„Viðbrögðin hjá fjórða dómaranum í þessu myndskeiði eru svolítið óvenjuleg er það ekki?" segir og spyr Dominic King hjá Daily Mail.

Þá var bent á að Pawson hafi verið á VAR-vaktinni þegar Newcastle fékk ekki augljósa vítaspyrnu gegn Manchester City á tímabilinu og Pawson verður þá í dómarateyminu er Chelsea og Liverpool mætast í deildabikarnum næstu helgi.


Athugasemdir
banner
banner
banner