Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   fim 20. október 2022 17:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag refsar Ronaldo - Settur utan hóps
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur ákveðið að refsa Cristiano Ronaldo fyrir hegðun hans er United vann 2-0 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Ronaldo fór snemma heim eftir að hafa neitað að koma inn á.

Ten Hag fundaði með Ronaldo og gerði honum ljóst fyrir að hann myndi ekki spila gegn Chelsea um næstu helgi. Hann verður ekki í hópnum.

Samkvæmt grein The Athletic þá mun Ronaldo líka æfa einn, fjarri leikmannahópnum, á meðan hann hugsar sinn gang.

Ronaldo, sem hefur ekki verið í stóru hlutverki í upphafi tímabils, vildi yfirgefa Man Utd í sumar til þess að spila í Meistaradeildinni en fékk ekki ósk sína uppfyllta. Það er möguleiki á því að hann muni yfirgefa félagið í janúar. Myndi það líklega vera best fyrir alla, sérstaklega í ljósi þess hvernig United spilaði án hans í gærkvöldi.

Man Utd mætir Chelsea á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner