Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 21. júlí 2018 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daði spáir að Inkasso-lið fari í bikarúrslitaleikinn
Undanúrslitin í Mjólkurbikar kvenna í dag
Fer Fylkir í úrslitaleikinn?
Fer Fylkir í úrslitaleikinn?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Rafnsson til hægri.
Daði Rafnsson til hægri.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Í dag eru undanúrslitin í Mjólkurbikar kvenna. Hvaða lið verða það sem komast í úrslitaleikinn?

Rétt eins og fyrir 8-liða úrslitin þá tekur knattspyrnusérfræðingurinn Daði Rafnsson stöðuna fyrir undanúrslitin. Daði er fyrrum aðstoðarþjálfari Jiangsu Suning og það vita fáir meira en hann um kvennaboltann hér á landi.

Svona spáir hann því að leikirnir fari í dag.

Að Fylkir vinni Stjörnuna
Ég held að Fylkir taki Stjörnuna. Það kom á óvart fyrir mörgum að þær skyldu vinna ÍBV í síðustu umferð en það var verðskuldað.

Þær spila góða vörn og eru hættulegar fram á við - það er einmitt það sem gæti skipt máli gegn Stjörnunni sem hefur ekki verið að skína sem skærast í sumar.

Ég held að það verði bikarrómantík og Fylkir fer áfram í úrslitaleikinn.

Leikurinn þróast þannig að Fylkir spilar góða vörn, treystir á skyndisóknir en nær að loka á Stjörnuna, svipað eins og Selfoss gerði í umferðinni á undan nema bara að heilladísirnar verða áfram í Árbænum. Við fáum að sjá lið úr Inkasso-deildinni í bikarúrslitaleik.

Breiðablik betur samstillt
Þetta er mjög jafn leikur fyrirfram, var mjög jafn um daginn þegar þessi lið mættust svona úrslitalega séð en Blikar hefðu getað unnið stærra, jafnvel 4-1 - mun stærra en úrslitin gáfu til kynna.

Ég held að það verði áfram erfitt fyrir Val að gefa ekki fljótum sóknarmönnum Blika færi á að stinga sér á bak við. Þær verða í vandræðum með að ráða við hraðann í framherjum Blika.

Leikurinn fer 1-0 eða 2-0 fyrir Breiðablik og Berglind Björg bætir fyrir færin sem hún brenndi um daginn og setur tvö.

Heimavöllurinn mun hafa þónokkur áhrif og Blikarnir eru lið sem er betur samstillt. Valur er á réttri leið en er enn að finna sitt rétta byrjunarlið. Það verður herslumunurinn í þessum leik.



Leikir dagsins:
14:00 Fylkir - Stjarnan
16:00 Breiðablik - Valur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner