Salah vill framlengja við Liverpool - Al-Nassr vill fá Kovacic - Man Utd og Newcastle enn með í baráttunni um Rabiot
   sun 21. júlí 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Missir af byrjun tímabilsins
Mynd: Getty Images
Tyler Adams, leikmaður Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni, mun missa af byrjun tímabilsins. Þetta staðfesti Andoni Iraola, stjóri félagsins, í gær.

Bandaríski miðjumaðurinn var mikið frá á síðasta tímabili vegna meiðsla aftan í læri.

Hann var kominn aftur á full á Copa America og spilaði allan leikinn í 1-0 tapi gegn Úrúgvæ, en tveimur dögum seinna gekkst hann undir aðgerð á baki.

„Hann verður frá í einhvern tíma. Það er erfitt að segja hversu lengi hann verður frá en hann verður alla vega ekki klár í byrjun tímabilsins. September eða október? Ég veit það ekki,“ sagði Iraola.

Adams, sem er 25 ára gamall, hefur aðeins spilað fjóra leiki frá því hann kom til Bournemouth frá Leeds á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner