Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   lau 21. ágúst 2021 21:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dóri Árna: Viktor fær gjörsamlega galið spjald
Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni í kvöld.
Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Örn Margeirsson í leiknum í kvöld.
Viktor Örn Margeirsson í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Okkur líður mjög vel. Þetta var klassískur sex stiga leikur milli tveggja frábærra liða," sagði Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, eftir sigur gegn KA í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 KA

„Við hefðum getað verið búnir að klára leikinn fyrr, við fáum nokkur virkilega góð færi og í svona leik getur verið dýrmætt að klára það. KA menn eru góðir í fótbolta og voru tilbúnir að spila í gegnum pressuna og stundum gekk það. Þá fannst mér varnarmennirnir okkar díla hrikalega vel við það, þeir áttu eitt og eitt upphlaup en við fengum ekki mikið af færum á okkur en hefðum getað skorað fleiri."

Hefðuð þið viljað fá spjald á loft þegar Ívar Örn Árnason lenti í samstuði við Anton Ara Einarsson?

„Ég veit það ekki, ég er ekki búinn að sjá það aftur. Hann er nýbúinn að fá spjald fyrir eiginlega nákvæmlega eins brot. Nei, nei, skemmtilegt svona 11 á móti 11 held ég."

Voru KA menn óheppnir að fá ekki vítaspyrnu?

„Það getur vel verið að þeir hafi haft eitthvað til síns máls. Ég er ekki búinn að sjá það aftur. Það er þá bara þannig en það voru fleiri vafaatriði í þessum leik."

Tveir Blikar í bann fyrir seinni leikinn gegn KA
Blikar verða án tveggja leikmanna í leiknum gegn KA á miðvikudag á Greifavelli. Þeir Viktor Örn og Alexander Helgi fengu báðir sitt fjórða gula spjald í sumar í leiknum.

„Viktor fær gjörsamlega galið spjald þar sem hann er að taka aukaspyrnu á nákvæmlega sama hraða og allar aukaspyrnur í leiknum. Dómarateymið ákveður að hann sé að tefja leikinn á þeim tímapunkti sem við stýrðum leiknum ágætlega. Þetta var bara ótrúlegt. Hvernig við leysum það kemur í ljós. Við eigum fullt af góðum mönnum, frábæran bekk og breiðan og góðan hóp. Nú sitjumst við aðeins niður og það kemur í ljós á miðvikudaginn."

„Við höfum aldrei, í neinum einasta leik hjá okkur lagt upp með að tefja eitt né neitt. Eins og þetta snýr að mér þá er Davíð Ingvarsson með boltann, hann tekur aldrei aukaspyrnur þarna. Viktor sækir boltann, KA menn læsa á okkur, Alexander Helgi er laus og þegar hann er hálfnaður að færa sig yfir þá flautar Villi og spjaldar Viktor. Ég þarf að sjá þetta aftur en á þessum tímapunkti er þetta glórulaust, það var enginn að tefja leikinn. Þetta var dýrt en það er eins og það er,"
sagði Dóri.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner