Mosfellingurinn Bjarki Steinn Bjarkason er alls ekki í stóru hlutverki hjá ítalska félaginu Venezia. Hann hefur einungis einu sinni verið í hóp í Serie B í vetur en spilaði bikarleikinn gegn Ascoli.
Bjarki gekk í raðir Venezia haustið 2020 og kom við sögu þegar liðið lék í Serie B á síðasta tímabili. Eftir áramót var hann lánaður til Catanzaro í Serie C en var ekki í stóru hlutverki þar.
Bjarki gekk í raðir Venezia haustið 2020 og kom við sögu þegar liðið lék í Serie B á síðasta tímabili. Eftir áramót var hann lánaður til Catanzaro í Serie C en var ekki í stóru hlutverki þar.
Bjarki var í dag valinn í 23 manna landsliðshóp fyrir vináttulandsleik gegn Sádí-Arabíu í upphafi næsta mánaðar. Ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða og á Venezia leik gegn Como í deildinni 6. nóvember, sama dag og Ísland mætir Sádí-Arabíu í Dúbaí.
Fótbolti.net ræddi við landsliðsþjálfarann Arnar Þór Viðarsson í dag og var spurt út í valið á Bjarka.
„Bjarki Steinn hefur ekki verið að spila neitt, þess vegna höfðum við samband við hans félagslið og spurðum hvort þeir hefðu áhuga á að losa hann í þetta verkefni svo hann fengi að spila leiki. Venezia var bara mjög jákvætt með það. Það getur síðan breyst ef hann myndi poppa inn í liðið eða hópinn á næstu tveimur vikum," sagði Arnar.
Bjarki er 22 ára gamall og lék í öllum leikjum nema einum í undankeppni EM 2023 með U21 landsliðinu. Í eina leiknum sem hann tók ekki þátt í var hann með A-landsliðinu. Samningur Bjarka við Venezia gildir fram á sumarið 2024.
Athugasemdir