Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 21. október 2022 15:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elfsborg sjái hag í því að Hákon spili landsleiki
Hákon Rafn hefur varið mark Elfsborg í síðustu þrettán deildarleikjum.
Hákon Rafn hefur varið mark Elfsborg í síðustu þrettán deildarleikjum.
Mynd: Guðmundur Svansson
Hákon Rafn Valdimarsson er einn af 23 leikmönnum sem eru valdir í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleik gegn Sádí-Arabíu í Dúbaí þann 6. nóvember. Ekki er um alþjóðan leikdag að ræða, Hákon er leikmaður Elfsborg í Svíþjóð og liðið leikur sama dag gegn AIK í lokaumferð sænsku deildarinnar.

Íslenska liðið gæti í kjölfarið átt annan leik en það hefur ekki verið staðfest.

Fótbolti.net ræddi við landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson og spurði hann sérstaklega út í Hákon.

„Hákon var einn af þeim leikmönnum sem við vildum gjarnan fá að skoða. Hann er einn af þeim leikmönnum sem eru ekki 100% staðfestir. Það fer svolítið eftir því hvernig þetta spilast hjá Elfsborg. Hann hefur verið að spila mikið og ef að leikirnir spilast íslenska landsliðinu í vil þá gæti Elfsborg verið tilbúið að hleypa honum í þetta verkefni vegna þess að þeir sjá hag í því að hann spili landsleiki," sagði Arnar.

Elfsborg er í 7. sæti sænsku deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. Liðið er tíu stigum frá Evrópusæti og á því ekki möguleika á því. Fjórða Evrópusætið fylgir svo bikarkeppninni en ef eitt af þremur efstu liðum deildarinnar verður bikarmeistari þá fer liðið í fjórða sæti í Evrópu. Á þessum tímapunkti er Elfsborg sjö stigum á eftir Kalmar í fjórða sætinu.

Hákon er 21 árs markvörður sem varði mark U21 landsliðsins í flestum leikjunum í síðustu undankeppni. Hann spilaði sína fyrstu A-landsleiki í janúar á þessu ári þegar hann lék hálfleik gegn Úganda og allan leikinn gegn Suður Kóreu.

Markverðirnir í landsliðshópnum:
Frederik August Albrecht Schram - Valur - 5 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson - IF Elfsborg - 2 leikir
Sindri Kristinn Ólafsson - Keflavík

Til vara:
Ólafur Kristófer Helgason - Fylkir
Athugasemdir
banner
banner