Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 22. ágúst 2022 09:35
Elvar Geir Magnússon
„Kaupin á Casemiro sýna mér að Man Utd hefur ekkert lært"
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Mynd: EPA
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Casemiro er að ganga í raðir Manchester United.
Casemiro er að ganga í raðir Manchester United.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikurinn í kvöld verður á Old Trafford.
Leikurinn í kvöld verður á Old Trafford.
Mynd: EPA
„Það eru bara tvær umferðir búnir og enginn afskrifar neitt lið núna en fyrir bæði þessi lið hefur verið óþarfi að búa til brekkur fyrir sig strax í upphafi tímabils," segir Kristján Atli Ragnarsson, sérfræðingur útvarpsþáttarins Fótbolti.net um enska boltann.

Í þættinum á laugardaginn rýndi hann í viðureign Manchester United og Liverpool sem fram fer í kvöld.

„Það setur sérstakan lit á þennan leik að ef annað liðið vinnur þennan leik er hitt liðið í talsvert erfiðum málum til að byrja tímabilið. Það breytir allri umræðu og pressu á liðið. Ef United vinnur erum við allt í einu farin að ræða það næstu vikuna hvort Liverpool sé að fara að eiga eins tímabil og í hittifyrra, með allt niðrum sig og mörg meiðsli."

Man Utd var niðurlægt í báðum úrvalsdeildarleikjunum milli þessara liða á síðasta tímabili. Liðið tapaði 5-0 á Old Trafford og 4-0 á Anfield.

„Ef Liverpool gerir eins og á síðasta tímabili þá hjálpar það Ten Hag ekki neitt í þessu svakalega verkefni og ég held að hann sé að átta sig á hvað er framundan. Það er allt undir þegar þessi lið mætast, sama hvenær á tímabilinu það er," segir Kristján.

Uppskera Liverpool sanngjörn miðað við frammistöðu
United hefur tapað gegn Brighton og Brentford en Liverpool gert jafntefli í báðum sínum leikjum; gegn Fulham og Crystal Palace. Hvernig metur Kristján frammistöðu Liverpool í þessum tveimur leikjum?

„Heilt yfir miðað við gang leiksins þá átti Fulham bara að vinna Liverpool. Hinsvegar var Liverpool klárlega betra liðið gegn Crystal Palace á mánudag og hreinlega rannsóknarefni hvernig Liverpool var undir í hálfleik í þeim leik, liðið var miklu öflugra en það var stundum eins og menn væru að vanda sig of mikið. Svo kemur stundarbrjálæðið hjá Darwin Nunez sem breytir leiknum og einstaklingsframtak hjá Luis Díaz bjargar jafntefli. Ég lít svo á að tvö stig séu bara sanngjörn uppskera miðað við frammistöðu Liverpool hingað til," segir Kristján.

Stefnuleysi United í innkaupum er galið
Það er krísa hjá United en byrjun liðsins kemur Kristjáni ekki á óvart. Hann talaði um það fyrir mótið að það væri ekki bjart framundan hjá liðinu.

„Leikmannahópurinn eins og hann liggur fyrir í dag er bara búinn. Það eru allir af vilja gerðir í að gera það sem Ten Hag leggur upp en svo kemur eitt mark og þá missa menn trú á verkefninu. Vegna þess að þeir eru búnir að valda vonbrigðum svo oft. Þetta snýst ekkert um það hvaða gæði eru í leikmönnum. Það eru hörkugæði í mörgum leikmönnum en saman inni á velli í treyju United er þetta hópur sem öskrar á að þurfa nýja byrjun," segir Kristján.

„Að yfirstjórnin hjá Manchester United sé núna að leita af örvæntingu að leikmönnum og með enga heildarstefnu í innkaupum er galið. Það er algjör falleinkunn á yfirstjórnina sem hélt að Ten Hag myndi bara gera alla þessa leikmenn sem eru fyrir góða. Það virkar bara ekki þannig. Þó það komi einhverjir í viðbót fyrir lok gluggans þá mun það ekki gera neitt. Það þarf svo miklu meira. Það þarf fyrst að skilgreina leikstílinn sem liðið ætlar að spila og kaupa svo inn í þann leikstíl."

Koma á svimandi háum launum eftir sín bestu ár
Hann hefur ekki trú á því að Casemiro, brasilíski miðjumaðurinn sem verið er að kaupa frá Real Madrid, muni skilja eftir sig djúp spor hjá Manchester United.

„Það er verið að eyða einhverjum 70 milljónum punda í þrítugan Casemiro sem á að koma og vera næst launahæsti leikmaður félagsins og fá fjögurra ára samning. Guillem Balagué, sem er einn helsti sérfræðingur enskra fjölmiðla í spænska boltanum, talar um að Casemiro sé maður sem sé vanur að spila í hægari deild, hjá liði sem vill liggja aðeins aftur," segir Kristján.

„Hann er eitt besta akkeri í heimi hjá liði sem liggur og vill byggja upp hægar sóknir. Þannig virkar hinsvegar enski boltinn ekki og þannig vill Ten Hag ekki spila. Fyrir hvern eru þá þessi kaup? Casemiro er frábær leikmaður. Um það rífst enginn. Hann á örugglega eftir að gefa United frábærar stundir á köflum."

„United hefur sótt Bastian Schweinsteiger, Victor Valdez, Zlatan Ibrahimovic, Radamel Falcao, Angel Di Maria, Alexis Sanchez, Edinson Cavani, Raphael Varane, Cristiano Ronaldo og sækja núna Casemiro. Þessir leikmenn eiga það sameiginlegt að vera á fámennum lista yfir bestu leikmenn Evrópu síðustu 15-20 árin."

„Þeir eiga það samt líka sameiginlegt að koma til United á svimandi háum launum og löngum samningum eftir að þeir hafa átt sín bestu ár annarsstaðar. Þessir leikmenn gefa United kannski eitt gott ár og svo er það bara búið. Zlatan er kannski undantekning. Þetta er enginn smá listi en þessir menn breyttu nánast engu hjá United. Einhverjir vilja benda á öll mörkin hjá Ronaldo en það er ekki hægt að tala um það sem gott og vel heppnað tímabil," segir Kristján Atli Ragnarsson.

„Þrátt fyrir að Casemiro sé frábær leikmaður þá sýnir þetta mér það bara að þeir hafa ekki lært. Þetta er algjör örvænting og ég á erfitt með að sjá Casemiro farnast betur en Varane og Ronaldo sem voru með honum í þessu magnaða Real liði."
Útvarpsþátturinn - Læti í Kórnum, enskur stórleikur og Danijel Djuric
Athugasemdir
banner
banner
banner