Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
   mán 22. ágúst 2022 17:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þeir séu ekki ánægðir með hann, hvorki á æfingum né í leikjum
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sóknarmaðurinn Kjartan Henry Finnbogason hefur þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu hjá KR í sumar.

Kjartan Henry skoraði sjö mörk í 17 leikjum á síðustu leiktíð eftir að hann sneri heim úr atvinnumennsku. Í sumar er hann búinn að skora þrjú mörk í 14 leikjum, en hann er búinn að vera mikið á bekknum.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 4 -  3 KR

Hann byrjar á bekknum gegn Leikni í kvöld.

„Hvað kom fyrir þar? Af hverju er Kjartan ekki búinn að segja þetta einhvers staðar? Vanalega segir hann allt. Hann er kannski aldrei spurður því hann fer aldrei í viðtöl vegna þess að hann spilar aldrei," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolta.net.

„Ég heyrði að þetta væri einfalt; þeir væru ekki ánægðir með hann, hvorki á æfingum né í leikjum. Frammistöðuna. Svo segir sagan," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Er það ekki augljósa dæmið fyrst hann er að fá örfáar sekúndur í leikjum?"

„Þetta á að vera þeirra langbesti framherji... það virkar eins og eitthvað hafi farið úr sambandi," segir Tómas en þeir eiga erfitt með að sjá að hann verði í KR á næstu leiktíð ef Rúnar Kristinsson verður áfram þjálfari.
Athugasemdir
banner
banner