Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
banner
   sun 22. september 2024 19:10
Ívan Guðjón Baldursson
Immobile gerði sigurmarkið í uppbótartíma
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Besiktas ætlar að reyna að berjast við stjörnum prýdd lið Galatasaray og Fenerbahce í tyrknesku titilbaráttunni á tímabilinu.

Það er nokkuð um stjörnur í liði Besiktas sem vann nauman sigur á Eyupspor í dag, þar sem ítalski markarefurinn Ciro Immobile gerði sigurmarkið í uppbótartíma.

Immobile, sem var markakóngur ítölsku Serie A deildarinnar þrisvar sinnum á ferlinum, skoraði úr vítaspyrnu í dag og er kominn með sjö mörk í fyrstu sjö leikjunum sínum með Besiktas. Hann er 34 ára gamall en kann enn að skora mörk.

Milot Rashica skoraði einnig í 2-1 sigri Besiktas, en í byrjunarliðinu mátti einnig finna leikmenn á borð við Joao Mario, Rafa Silva, Gedson Fernandes, Arthur Masuaku og Gabriel Paulista.

Besiktas er í þriðja sæti tyrknesku deildarinnar eftir þennan sigur, með 13 stig eftir 5 umferðir. Liðið er fimm stigum eftir toppliði Galatasaray en með einn leik til góða.

Ui-Jo Hwang, sem átti að fara til Nottingham Forest í sumar en varð að lokum eftir hjá Alanyaspor í Tyrklandi, skoraði bæði mörkin í sigri liðsins gegn Adana Demirspor í dag.

Þá gerðu Andros Townsend, Moussa Djenepo og félagar í liði Antalyaspor markalaust jafntefli við Kasimpasa, sem er með Josip Brekalo og Antonin Barak innan sinna raða.

Að lokum skoraði Olivier Ntcham, fyrrum leikmaður Swansea sem ólst upp hjá Manchester City, eina mark leiksins í sigri Samsunspor gegn Rizespor.

Besiktas 2 - 1 Eyupspor
1-0 Milot Rashica ('20)
1-1 Emre Akbaba ('64, víti)
2-1 Ciro Immobile ('93, víti)

Rizespor 0 - 1 Samsunspor

Adana Demirspor 0 - 2 Alanyaspor

Kasimpasa 0 - 0 Antalyaspor

Athugasemdir
banner
banner