Jason Daði Svanþórsson var sáttur með 3-2 sigur Blika gegn ÍA á Norðurálsvellinum fyrr í kvöld.
Jason skoraði eitt og lagði upp annað í leiknum og var mjög öflugur í liði Breiðabliks.
Jason skoraði eitt og lagði upp annað í leiknum og var mjög öflugur í liði Breiðabliks.
Lestu um leikinn: ÍA 2 - 3 Breiðablik
„Mjög fínt að ná í 3 stig hérna, bara mjög vel gert.''
„Við ætluðum okkur að halda sömu ákefð og í seinasta leik og mér fannst við gera það vel.''
Jason klúðraði algjöru dauðafæri í leiknum, hvernig fór hann að því að klúðra þegar það var auðveldara að skora?
„Ég hreinlega skil það ekki, það er eiginlega bara fáránlegt að ég hafi klúðrar því, ég þarf að gera betur næst.''
Jason hefur farið vel af stað með Blikunum eftir að hafa komið frá Aftureldingu, er hann sáttur með eigin spilamensku?
„Jájá svona heilt yfir en það er alveg pláss fyrir bætingar, eins og tildæmis dauðafærið þarna, maður ætti að vera kominn með fleiri mörk.''
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar fer Jason betur ofan í leikinn, sína eigin spilamennsku hingað til og hvernig hann kann við sig í Blikaliðinu.
Athugasemdir