Óskar Hrafn var sáttur með 3-2 sigur sinna manna gegn Skagamönnum á Norðurálsvellinum fyrr í kvöld.
Blikar eru enn í 5. sæti eftir sigurinn en jafna FH að stigum með 10 stig.
Blikar eru enn í 5. sæti eftir sigurinn en jafna FH að stigum með 10 stig.
Lestu um leikinn: ÍA 2 - 3 Breiðablik
„Mjög sáttur með sigurinn.''
„Mér fannst við láta boltann ganga vel, mér fannst við leysa pressu Skagamanna vel og við sköpuðum okkur aragrúa af færum, við hefðum mátt vera búnir að klára þennan leik fyrr.
Blikar fengu helling af færum eins og Óskar kom inná, fannst honum 3-2 gefa réttmæta mynd af leiknum?
„Við fengum fullt af færum og nýttum þau ekki en auðvitað er það þannig að Skagamenn eru með öflugt lið og þeir refsa ef að þeim er réttur möguleikinn á því, við vissum að við gætum ekkert slakað á.''
„Við hefðum mátt vera búnir að gera út um leikinn áður en við lendum í fjögurra mínútna hasar í lokin og gerðum þetta kannski full spennandi.''
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar talar Óskar meðal annars betur um leikinn, stöðuna á Thomas Mikkelsen, Róbert Orra og talar um innkomu Jasons Daða í lið Breiðabliks.
Athugasemdir