Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   fös 24. maí 2024 23:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Donni: Konni bróðir fór aðeins fram úr sér í gleðinni
Donni og Konni
Donni og Konni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tindastóll tapaði illa gegn Þór/KA í kvöld í Boganum. Fótbolti.net ræddi við Halldór Jón Sigurðsson, Donna, þjálfara Tindastóls eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór/KA 5 -  0 Tindastóll

„Er súr og svekktur með þessi mörk sem við fáum á okkur úr föstum leikatriðum. Svekktur með sóknarleikinn heilt yfir, fannst við geta verið betri á boltanum. Við vorum að spila á móti liði sem er komið lengra en við, við vonuðumst til að geta gert aðeins betur en það gekk ekki," sagði Donni.

Gestirnir voru ekki ánægðir með annað mark Þór/KA og töldu að það hafi átt að dæma það af vegna rangstöðu. Konráð Freyr Sigurðsson aðstoðarþjálfari Tindastóls og bróðir Donna fékk að líta rauða spjaldið fyrir mótmæli.

„Konni bróðir fór aðeins fram úr sér í gleðinni. Hann fór út úr boðvangnum sem var ekki merktur sem er annað mál. Dómarinn gaf honum gult fyrir það og leið svo illa yfir látbragðinu hjá bróður mínum eftir það og gaf honum annað gult," sagði Donni.

„Mér fannst dómarinn geta andað með nefinu og haldið áfram með leikinn. Hann veit alveg af hverju við vorum pirraðir. Þetta er þessi nýja lína sem allir eru svo spenntir fyrir."


Athugasemdir
banner
banner