Baldvin Þór Berndsen var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður ÍA. Frá þessu greina Skagamenn á samfélagsmiðlum. Baldvin skrifar undir samning út tímabilið 2027.
ÍA kaupir hann frá Fjölni þar sem hann var samningsbundinn út komandi tímabil. Baldvin er miðvörður sem fæddur árið 2004.
Hann var á beknum í liði ársins í Lengjudeildinni síðasta sumar. Hann er uppalinn hjá Fjölni, lék með venslaliðinu Vængjum Júpíters sumarið 2021, lék sína fyrstu leiki með meistaraflokki ÍA 2022, var á láni hjá Ægi tímabilið 2023 og var lykilmaður í liði Fjölnis í fyrra.
ÍA kaupir hann frá Fjölni þar sem hann var samningsbundinn út komandi tímabil. Baldvin er miðvörður sem fæddur árið 2004.
Hann var á beknum í liði ársins í Lengjudeildinni síðasta sumar. Hann er uppalinn hjá Fjölni, lék með venslaliðinu Vængjum Júpíters sumarið 2021, lék sína fyrstu leiki með meistaraflokki ÍA 2022, var á láni hjá Ægi tímabilið 2023 og var lykilmaður í liði Fjölnis í fyrra.
„Baldvin er sterkur, fljótur og tæknilega góður varnarmaður sem vakti verðskuldaða athygli síðasta sumar með Fjölni," segir í tilkynningu ÍA.
Hann er þriðji leikmaðurinn sem ÍA nælir í þennan veturinn. Fyrsti leikur Baldvins með ÍA gæti komið á morgun þegar ÍA heimsækir Egilshöll og mætir Fjölni í Lengjubikarnum.
Komnir
Baldvin Þór Berndsen frá Fjölni
Ómar Björn Stefánsson frá Fylki
Jón Sölvi Símonarson frá Breiðabliki (á láni)
Farnir
Arnór Smárason hættur
Jón Breki Guðmundsson til Empoli
Arnleifur Hjörleifsson til Njarðvíkur á láni
Árni Salvar Heimisson í Grindavík á láni
Breki Þór Hermannsson í Grindavík á láni
Dino Hodzic orðinn markmannsþjálfari
Marvin Darri Steinarsson til Gróttu (var á láni frá Vestra)
Stutt skilaboð til Skagamanna frá nýjasta leikmanni liðsins, Baldvini Þór ???????? pic.twitter.com/CSsw2m91sn
— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) February 25, 2025
Athugasemdir