Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 25. apríl 2022 21:09
Sverrir Örn Einarsson
Óskar: Þeir hentu ísskápnum, eldhúsvasknum og allri innréttingunni á okkur
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara sáttur með frammistöðu leikmanna. og hjartað sem þeir settu í leikinn.“
Voru fyrstu viðbrögð Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara Breiðabliks í samtali við fréttaritara eftir 1-0 sigur þeirra á KR á Meistaravöllum fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Breiðablik

KR var heilt yfir sterkara liðið í fyrri hálfleik og setti talsverða pressu á gestina úr Kópavogi án þess þó að uppskera margt. Blikaliðið kom ákveðnara út í seinni hálfleikinn og uppskar mark tiltölulega snemma í hálfleiknum sem skildi á milli að lokum. En voru miklar áherslubreytingar á leik liðsins í hálfleik?

„Nei við skerptum aðeins á hlutum sem við töluðum um fyrir leik og það var sem bara meter hér og meter þar, aðeins betri ákvarðanataka með boltann og stíga aðeins ofar á þá. En síðan föllum við aðeins til baka en myndast svo sem aldrei hætta. Bara ánægður með liðið. KR liðið er gott og með öfluga leikmenn og þeir hentu ískápnum, eldhúsvasknum og allri innréttingunni á okkur en við stóðumst það.“

Blikar mættu ákveðnir til leiks og spiluðu fast framan af. Uppskáru þeir fyrir vikið nokkur gul spjöld. Var það plan að mæta KR af slíkri hörku?

„Við auðvitað bara reynum að berjast en það er aldrei meiningin að fá gul spjöld eða sparka í menn. En auðvitað er það þannig að þú þarft að mæta KR. Þetta er öflugt lið og líkamlega sterkt með reynslumikla menn og við vorum kannski á köflum í fyrri hálfleik skrefinu á eftir.“

Sagði Óskar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner