Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mán 25. apríl 2022 18:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skrýtið að einn besti leikmaðurinn spili ekki - Golfsettið á „gameday"
Jón Dagur fær ekki að spila með AGF.
Jón Dagur fær ekki að spila með AGF.
Mynd: Getty Images
Í leik með landsliðinu.
Í leik með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson birti athyglisverða mynd í 'story' á Instagram í gær.

Hann skrifaði „gameday" við mynd sem hann birti og er það ekki óeðlilegt hjá fótboltamanni þegar leikdagur er. En það var ekki hefðbundinn leikdagur hjá Jóni Degi. Hann birti nefnilega mynd af golfsettinu sínu, var á leið í golf.

Jón Dagur er ekkert búinn að spila með liði sínu, AGF, upp á síðkastið. Og hann mun ekki spila fyrir félagið framar. Stig Inge Björnebye, íþróttastjóri AGF, er búinn að banna þjálfara liðsins að nota íslenska landsliðsmanninn meira. Er það vegna þess að Jón Dagur vill ekki skrifa undir nýjan samning við félagið þar sem hann ætlar að takast á við nýja áskorun í sumar.

„Mér var boðinn nýr samningur en mér finnst vera kominn tími á að prófa eitthvað annað. Ég er búinn að vera í þrjú ár hjá AGF," sagði Jón Dagur.

Það hefur alls ekki gengið vel hjá AGF eftir að Jón Dagur var settur til hliðar. Dennis Bjerre Christiansen skrifar um það fyrir Stiften í Árósum að félagið sé eiginlega að skjóta sig í fótinn með þessari ákvörðun.

„Það er skrýtið að einn besti leikmaður AGF spili ekki enn fyrir liðið," skrifar hann.

Hann segir að AGF hafi saknað Jóns mikið í undanförnum leikjum. Án hans hefur liðið aðeins skorað sex mörk í síðustu sjö leikjum og það hefur vantað sköpunarkraft sóknarlega - eitthvað sem Jón Dagur hefur sýnt fram á að hann býr yfir.

Í staðinn fyrir að leyfa bestu leikmönnunum - eins og Jóni Degi - að spila, þá hafa ungir leikmenn verið að fá tækifæri á mikilvægum tímapunkti á leiktíðinni. Þessir ungu leikmenn eru að læra og þeir munu gera mistök. Það mun kosta AGF og gæti kostað þá gríðarlega að lokum.

AGF er nefnilega sex stigum frá fallsvæðinu þegar fimm leikir eru eftir. Liðið á eftir að spila mikilvæga leiki gegn liðunum tveimur fyrir neðan. Ef allt fer á versta veg, þá spilar AGF í B-deild Danmerkur á næstu leiktíð.

Ef það gerist, hefði þá ekki bara verið betra að nota einn besta leikmanninn?
Athugasemdir
banner
banner
banner