Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, segir að titilvonirnar séu nánast úr sögunni eftir tapið gegn Stjörnunni í Garðabænum í kvöld.
„Það er fúlt að fylgja ekki toppbaráttunni eftir. Við erum að stimpla okkur út úr henni. Valur og Stjarnan þurfa að gera upp á bak ef við ætlum að blanda okkur í þetta. Ég sé það ekki gerast" segir Ágúst.
„Það er fúlt að fylgja ekki toppbaráttunni eftir. Við erum að stimpla okkur út úr henni. Valur og Stjarnan þurfa að gera upp á bak ef við ætlum að blanda okkur í þetta. Ég sé það ekki gerast" segir Ágúst.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 1 Breiðablik
Ágúst viðurkennir að Blikar hafi verið undir í fyrri hálfleik en segir að þeir hefðu átt að jafna eftir hlé.
„Við lögðum allt í þennan leik og fengum nokkur góð færi til að jafna. Við verðum bara að bíta í það súra að vera í þriðja sætinu."
Breiðablik tapaði báðum toppslögunum, gegn Val á dögunum og svo þessum.
Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir