Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   þri 25. október 2022 17:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvar er Björn Bergmann?
Björn Bergmann Sigurðarson.
Björn Bergmann Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Molde varð á dögunum norskur meistari. Liðið hefur haft mikla yfirburði á þessari leiktíð og er verðskuldaður meistari.

Á meðal leikmanna liðsins er Björn Bergmann Sigurðarson, sóknarmaður sem á að baki 17 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Björn þótti eitt sinn með efnilegri leikmönnum landsins en hann hefur kannski ekki alveg náð þeim hæðum sem búist var við af honum.

Meiðsli hafa sett strik í reikninginn og þannig hefur það svo sannarlega verið á þessari leiktíð.

Björn Bergmann hefur ekki komið við sögu í einum leik á þessari leiktíð. Hann hefur ekki spilað með Molde síðan 12. ágúst á síðasta ári.

Hann hefur verið að glíma við meiðsli á hné og þá gekkst hann nýverið undir aðgerð vegna bakmeiðsla sem hafa truflað hann lengi. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er vonast til þess að hann muni geta byrjað að beita sér aftur í mars á næsta ári, en það er ekki víst að það muni endilega gerast.

Björn, sem er 31 árs, er að renna út á samningi hjá Molde og er möguleiki að hann muni leggja skóna á hilluna ef hann nær sér ekki af þrálátum meiðslum sem hafa verið að hrjá hann í langan tíma. Það gæti verið að hann sé búinn að spila sinn síðasta leik á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner