PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   fös 25. október 2024 13:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áhugi á Benoný frá Mainz og La Liga?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í hlaðvarpsþáttunum Dr. Football og Þungavigtinni var fjallað um áhuga erlendis frá á Benoný Breka Andréssyni framherja KR. Jóhann Már Helgason (Dr. Football) sagðist hafa heyrt af áhuga frá þýska félaginu Mainz og Kristján Óli Sigurðsson (Þungavigtin) sagði frá áhuga úr spænsku úrvalsdeildinni, La Liga.

Benoný er 19 ára, U21 landsliðsmaður, og hefur skorað 16 mörk í 25 leikjum í sumar. Hann hefur skorað sex mörk í fjórum leikjum í neðri hluta Bestu deildarinnar og lokaleikur tímabilsins, gegn HK, fer fram á morgun. Benoný er tveimur mörkum á eftir Viktori Jónssyni í baráttunni um markakóngstitilinn.

Það þykir mjög líklegt að Benoný fari út í atvinnumennsku eftir tímabilið og virðist einunigs spurning um hversu stórt skrefið verður.

Benoný er uppalinn hjá Gróttu og Breiðabliki, fór til Bologna á Ítalíu en sneri heim til Íslands fyrir síðasta tímabil. Í 3. flokki Gróttu lék hann með Orra Steini Óskarssyni sem var keyptur til Real Sociedad á Spáni í ágúst.

Benoný var nálægt því að ganga í raðir sænska félagsins Gautaborgar fyrir tæpu ári síðan en á endanum varð ekkert úr því.
Athugasemdir
banner
banner