PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   sun 27. október 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Ipswich ætlar ekki að senda Phillips aftur til Man City - „Algjört kjaftæði“
Mynd: EPA
Kieran McKenna, stjóri Ipswich Town, segir ekkert til í þeim fréttum að félagið sé að íhuga að senda enska miðjumanninn Kalvin Phillips aftur til Manchester City.

Phillips kom til Ipswich á láni frá Man City í sumar og hefur byrjað sex leiki í deildinni.

Á dögunum kom það í fréttum að Ipswich væri að skoða þann möguleika að senda Phillips aftur til Man City og að það væri ekki ánægt með framlag hans.

McKenna vísaði því strax til föðurhúsanna.

„Þetta er algjört kjaftæði. Ég lærði það fyrir einhverju síðan að þegar það kemur að fótbolta þá getur þú skrifað eitthvað á netinu og það nær flugi. Margir miðlar grípa það og allt í einu verður það að frétt. Þetta er algjört bull.“

„Slíkar samræður hafa ekki átt sér stað og mér finnst vera skömm að þessu,“
sagði McKenna sem sagði Phillips hafa átt góðan leik í 4-3 tapinu gegn Brentford.
Athugasemdir
banner
banner