PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   sun 27. október 2024 13:33
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn Blika verða í Yndisgarðinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er uppselt á úrslitaleik Víkings og Breiðabliks sem fram fer á Heimavelli hamingjunnar klukkan 18:30 í kvöld. Víkingar koma 2.500 áhorfendum fyrir á leiknum.

FAN ZONE fyrir stuðningsfólk Breiðabliks verður í Yndisgarðinum sem er staðsettur við hliðina á Víkinni. Risa skjár frá Sonik og hljóðkerfi svo allir sjá leikinn og heyra vel.

- Svæðið opnar 17:00 og leikurinn byrjar á slaginu 18:30.
- Vallarsjoppan á staðnum
- Pizzur í boði Dominos meðan birgðir endast
- Drykkir í boði CCEP meðan birgðir endast
- Heitir og kaldir drykkir til sölu
- Andlitsmálning
- Sala á Blikavarningi

„Hvetjum fólk að mæta með útilegu stólana sína eða klappstóla vilji þau sitja og klæða sig vel en spáin er góð," segir í tilkynningu frá Breiðabliki.

Næg bílastæði hjá Tengi og stutt að labba yfir, einnig hægt að leggja í Fagralundi og labba í Yndisgarðinn.

Athugasemdir
banner
banner