PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   sun 27. október 2024 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Styðja við bakið á Sahin þrátt fyrir slæma byrjun
Mynd: Borussia Dortmund

Dortmund hefur ekki byrjað tímabilið vel í Þýskalandi en liðið er í sjöunda sæti með þrettán stig eftir átta umferðir.


Liðið tapaði þriðja leiknum sínum í gær þegar liðið mætti Augsburg. Dortmund komst snemma yfir en tvö mörk frá Alexis Claude-Maurice tryggðu Augsburg sigurinn.

Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi greinir frá því að forráðamenn Dortmund eru ekki búnir að missa trúna á Nuri Sahin, stjóra liðsins, og ætla því ekki að gera breytingar sem stendur.

Sahin kom í þjálfarateymi Edin Terzic í desember á síðasta ári en var ráðinn stjóri liðsins í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner