PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   sun 27. október 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Flick: Einn leikmaður sem þið megið ekki gleyma
Mynd: EPA
Þýski þjálfarinn Hansi Flick var í skýjunum með frammistöðu Börsunga í 4-0 sigrinum á Real Madrid á Santiago Bernabeu í gær.

Flick, sem tók við í sumar, hefur unnið tíu af ellefu deildarleikjum sínum og er þá með sex stig í Meistaradeild Evrópu eftir þrjár umferðir.

Stórsigurinn gegn Bayern München í vikunni og sigurinn gegn Real Madrid í gær sýnir að Barcelona sé á réttri braut.

„Hvernig líður mér í þessu augnabliki? Þetta snýst ekki um mig, heldur um liðið, stuðningsmennina og félagið. Við erum allir ánægðir í augnablikinu, en núna erum við að hugsa um stuðningsmennina því þeir eiga þetta skilið.,“ sagði Flick, sem vildi sérstaklega hrósa einum leikmanni. „Vörnin var ótrúlega góð eins og restin af liðinu, en það er einn leikmaður sem þið megið ekki gleyma og það er Inigo Martinez. Enn og aftur var vann að eiga stórkostlegan leik,“ sagði Flick.

Xavi fékk Martinez á frjálsri sölu frá Athletic Bilbao á síðasta ári, en hann hefur spilað gríðarlega mikilvægt hlutverk í vörn Börsunga á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner