PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   sun 27. október 2024 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Barcelona og Man City hafa áhuga á Diogo Costa - Balotelli nálgast Genoa
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Tekið saman af BBC af öllum helstu miðlum heims.


Mario Balotelli, 34, er nálægt því að ganga til liðs við Genoa á frjálsri sölu. (Sky á Ítalíu)

West Ham gæti reynt við Ben Chilwell, 27, bakvörð Chelsea í janúar. (Team talk)

Það er í forgangi hjá Bayern að framlengja samning Jamal Musiala, 21, en núgildandi samningur rennur út árið 2026. (Bild)

Crystal Palace er ekki tilbúið að stökkva aftur í viðræður við Newcastle um Marc Guehi, 24, í janúar. (Football Insider)

Barcelona ætlar í viðræður við Raphinha, 27, um nýjan samning. Samningurinn hans gildir til ársins 2027. (Diario Sport)

Samningaviðræður Barcelona við Pedri, 21, ganga vel. (Fabrizio Romano)

Dortmund ætlar ekki að reka Nuri Sahin þrátt fyrir að félagið sitji í sjöunda sæti þýsku deildarinnar eftir tap gegn Augsburg í gær. (Sky í Þýskalandi)

Juventus ætlar í viðræður við Udinese um kaup á ítalska framherjanum Lorenzo Lucca, 24. (Rudy Galetti)

Barcelona hefur áhuga á portúgalska markverðinum Diogo Costa, 25, en hann er einnig á óskalista Man City en það verður erfitt fyrir Barcelona að næla í hann þar sem Sporting hefur sett 45 milljón evra verðmiða á hann. (Sport)

Antoine Semenyo, 24, gerði nýjan samning við Bournemouth í sumar en áhugi frá Newcastlee og Tottenham gæti orðið til þess að Bournemouth bjóði honum nýjan samning til að halda honum hjá félaginu. (Football Insider)


Athugasemdir
banner
banner
banner