PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   sun 27. október 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Kristján eftir þrennuna - „Sagði við sjálfan mig að nú myndi ég mæta á fjærstöngina“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Kristján Ólafsson, leikmaður Cracovia í Póllandi, skoraði fyrstu þrennu ferilsins í 6-2 sigri liðsins á Motor Lublin í úrvalsdeildinni í gær en hann talaði við Youtube-rás félagsins eftir leikinn í gær.

Blikinn, sem spilar stöðu vinstri bakvarðar, er ekki beint vanur því að vera raða inn mörkum.

Hann gerði það hins vegar í gær og skoraði fyrstu þrjú mörk Cracovia, sem hjálpaði liðinu að landa mikilvægum sigri.

Davíð staðsetti sig frábærlega í öllum mörkunum. Hann lúrði á fjær og kláraði færin vel.

„Geggjað að vinna leikinn en fyrstu tvö mörkin sem þeir skora voru frekar léleg af okkar hálfu en sem betur fer komum við til baka og tókum sigurinn, sem var mjög góður,“ sagði Davíð, en fjölmiðlamaður Cracovia spurði Davíð hvort þetta væri fyrsta þrennan og sá Davíð tækifæri til að rugla aðeins í honum.

„Mörgum sinnum! Neinei, þetta var fyrsta þrennan. Í síðasta leik fékk færi á fjærstönginni og ég var ekki mættur. Ég sagði við sjálfan mig í þessum leik að ég yrði mættur þangað, en ég bjóst auðvitað ekki við því að skora þrennu. Ég er samt ótrúlega ánægður með það.“

„Þegar þú færð góðan bolta og færið virkar auðvelt þá er það sem oft erfiðustu færin til að skora úr og sem þú átt að skora úr. Sem fótboltamaður þá veit ég að maður getur skorað mörg mörk á fjærstönginni og það gerðist þrisvar fyrir mig í dag. Maður verður samt að skora og ég gerði það,“
sagði Davíð enn fremur í viðtalinu.

Davíð hefur nú skorað fjögur mörk og gefið tvær stoðsendingar í þrettán leikjum á tímabilinu en Cracovia er í 3. sæti með 26 stig, fimm stigum frá toppnum.
Athugasemdir
banner
banner