PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
banner
   sun 27. október 2024 12:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Yamal varð fyrir kynþáttafordómum í gær - Tilkynnt til hatursglæpadeildar lögreglu
Mynd: EPA

Spænska deildin hefur tilkynnt stuðningsmenn Real Madrid til hatursglæpadeildar lögreglunnar vegna hegðunnar þeirra á leik liðsins gegn Barcelona í gær.


Lamine Yamal, 17 ára gamall leikmaður Barcelona, varð fyrir kynþáttafordómum en spænska deildin sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

„Varðandi atburðina sem áttu sér stað í leik Real Madrid og Barcelona, þar sem vart var við óþolandi kynþáttafordóma, mun La Liga tafarlaust tilkynna kynþáttafordóma og látbragð sem beint er að leikmönnum FC Barcelona til hatursglæpadeildar ríkislögreglunnar," segir í yfirlýsingunni.

„La Liga fordæmir þessa atburði á Santiago Bernabeu harðlega og er staðfast í skuldbindingu sinni um að uppræta hvers kyns kynþáttafordóma og hatur bæði innan og utan leikvanga. Það er enginn staður fyrir þessa plágu í íþróttum.“

Barcelona vann leikinn 4-0 og Yamal skoraði þriðja mark liðsiins. Barcelona er með sex stiga forystu á Real Madrid á toppi deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner