PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   lau 26. október 2024 20:38
Brynjar Ingi Erluson
Ísak með mark og stoðsendingu í tapi - Þriðji sigurleikurinn í röð hjá Elíasi
Ísak Bergmann er að gera vel í Þýskalandi
Ísak Bergmann er að gera vel í Þýskalandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson átti flottan leik í annars svekkjandi 4-3 tapi Fortuna Düsseldorf gegn Kaiserslautern í þýsku B-deildinni í kvöld.

Ísak er fastamaður í liði Düsseldorf og hefur verið síðan hann kom frá danska félaginu FCK á síðasta ári.

Í kvöld skoraði hann og lagði upp en hann gerði mark sitt úr vítaspyrnu á 35. mínútu og jafnaði þá leikinn í 1-1.

Sjáðu vítaspyrnumark Ísaks

Düsseldorf tók forystuna snemma í síðari hálfleiknum en fékk síðan á sig þrjú mörk á níu mínútum.

Í uppbótartíma lagði Ísak upp þriðja mark heimamanna með löngum bolta fram völlinn á Felix Klaus sem skoraði, en það kom of seint og lokatölur 4-3 fyrir Kaiserslautern.

Sjáðu stoðsendingu Ísaks

Þetta var aðeins annað tap Düsseldorf í deildinni á þessu tímabili en liðið er áfram á toppnum með 20 stig eftir tíu leiki. Valgeir Lunddal Friðriksson var ekki með liðinu í dag vegna meiðsla.

Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði NAC Breda sem vann 4-1 sigur á Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni. Keflvíkingurinn skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigrinum á PEC Zwolle í síðustu umferð en náði ekki að komast á blað í kvöld.

Það skipti hann líklega litlu máli enda var þetta þriðji sigur Breda í röð og eru nýliðarnir nú í 7. sæti með 15 stig eftir tíu leiki.
Athugasemdir
banner
banner