PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   lau 26. október 2024 23:05
Brynjar Ingi Erluson
Antony frá næstu vikur eftir að hafa tognað á ökkla
Mynd: Getty Images
Antony, leikmaður Manchester United, verður ekki með liðinu er það mætir West Ham United í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Þetta kom fram í tilkynningu á vefsíðu United í dag.

Brasilíski kantmaðurinn meiddist á ökkla í leik gegn Fenerbahce í Evrópudeildinni í vikunni, aðeins nokkrum mínútum eftir að hafa komið inn á.

Meiðslin voru það slæm að bera þurfti leikmanninn af velli á sjúkrabörum.

Erik ten Hag, stjóri United, hrósaði Antony eftir leikinn og sagði hann verðskulda tækifærið til að koma inn af bekknum. Þá sagðist hann finna til með Antony, sem hafði æft eins og skepna fram að leiknum.

Samkvæmt heimasíðu United verður Antony ekki í hópnum gegn West Ham á morgun en þar kemur fram að hann hafi tognað á ökkla.

Það þýðir að hann verður líklegast frá í tvær til sex vikur og mun því ekki spila næsta leik fyrr en eftir landsleikjahlé.

Antony hefur lítið fengið að spila á þessari leiktíð. Hann hefur samtals spilað 155 mínútur í fimm leikjum og skorað eitt mark, en markið gerði hann í 7-0 stórsigri á Barnsley í enska deildabikarnum.
Athugasemdir
banner
banner