PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   sun 27. október 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag hundsar tapið gegn Tottenham - „Rauða spjaldið var dregið til baka“
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segist láta eins og tapið gegn Tottenham hafi ekki átt sér stað þar sem að Bruno Fernandes hafi fengið rautt spjald sem var dregið til baka.

Tottenham vann 3-0 sigur á United í lok september, leik þar sem Fernandes, fyrirliði United, fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks.

Ten Hag vildi því ekki leggja mat sitt á þann leik þar sem ákvörðun dómara hafi komið í veg fyrir að þetta gæti orðið alvöru leikur.

„Ég bæði hafna leiknum gegn Tottenham og hundsa því við vorum einum manni færri í stöðunni 1-0. Að taka þennan leik til skoðunar væri ekki sanngjarnt mat á liðinu, því við áttum ekki möguleika á að koma til baka. Rauða spjaldið var líka tekið til baka, þannig ég hundsa þann leik algerlega.“

Hollendingurinn hefur verið ánægður með liðið í undanförnum leikjum þó úrslitin séu ekki að skila sér.

„Þú sérð hvað þetta lið er seigt. Liðið er ákveðið. Við mættum Brentford og áttum tvo erfiða útileiki í Evrópu, sem sýnir karakter, baráttuanda og festu til að vinna leiki,“ sagði Ten Hag.

Man Utd heimsækir West Ham í Lundúnum í dag en leikurinn hefst klukkan 14:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner