Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   lau 26. október 2024 22:12
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu öll mörkin hjá Benoný - Kom sér í fámennan hóp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benoný Breki Andrésson, leikmaður KR, setti markametið í efstu deild í 7-0 sigrinum á HK, en hann skoraði fimm mörk og endaði með 21 mark og bætti því metið um tvö mörk.

Lestu um leikinn: KR 7 -  0 HK

KR-ingurinn hefur verið iðinn við kolann í allt sumar. Hann skoraði 10 mörk í hefðbundinni tveggja umferða deild, en setti ellefu mörk eftir tvískiptingu.

Benoný var þremur mörkum frá því að jafna metin fyrir lokaumferðina.

Sóknarmaðurinn leit á það sem áskorun. Hann skoraði tvennu í fyrri hálfleik og eitt snemma í þeim síðari. Þar með jafnaði hann met þeirra Guðmundar Torfasonar, Tryggva Guðmundssonar, Péturs Péturssonar, Þórðar Guðjónssonar og Andra Rúnars Bjarnasonar, sem skoruðu allir 19 mörk á einu tímabili í efstu deild.

Sextán mínútum síðar sló hann metið með því að gera 20. mark sitt. Hann kórónaði síðan stórkostlega frammistöðu undir lokin með fimmta markinu.

Aðeins sjö leikmenn höfðu náð þeim áfanga að skora fimm mörk eða meira í einum leik á Íslandsmótinu.

Þórólfur Beck, Björgólfur Takefusa, Halldór Áskelsson, Sumarliði Árnason, Gunnar Gunnarsson og Andri SIgþórsson höfðu allir afrekað það, en Teitur Þórðarson á enn metið er hann gerði sex mörk í 10-1 sigri ÍA á Breiðabliki árið 1973. Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrynu kom með þessa áhugaverðu staðreynd á X eftir leikinn í dag.




Athugasemdir
banner
banner
banner