PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   sun 27. október 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
„Kannski vissu leikmenn Real Madrid ekki að ég væri líka með hægri fót“
Mynd: Getty Images
Lamine Yamal var ein af stjörnum Barcelona í 4-0 sigrinum á Real Madrid á Santiago Bernabeu í gær en hann var alveg óhræddur við að monta sig fyrir framan stuðningsmenn heimamanna er hann gerði þriðja mark leiksins.

Yamal varð yngsti markaskorari í sögu El Clasico, 17 ára og 106 daga gamall, þegar hann þrumaði boltanum upp í þaknetið.

Vængmaðurinn er örvfættur en hefur svo sannarlega sýnt það að hann getur líka sparkað með hægri.

„Kannski vissu leikmenn Real Madrid ekki að ég er líka með hægri fót. Þannig ég ætti að nota hann þegar þörf er á, eins og í kvöld (gær).“

„Við trúum því að við séum besta lið heims. Þeir töluðu bara um að við værum bara að vinna venjuleg lið, en núna höfum við unnið Real Madrid 4-0 á heimavelli. Við höfum sannað það að við getum unnið hvaða lið sem er.“

„Höldum áfram og vinnum La Liga. Núna keyrum við á þetta,“
sagði Yamal.
Athugasemdir
banner
banner