PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   lau 26. október 2024 21:24
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Napoli með fimm stiga forystu á toppnum - Mögnuð frammistaða Lookman
Ademola Lookman kom að fjórum mörkum
Ademola Lookman kom að fjórum mörkum
Mynd: EPA
Giovanni Di Lorenzo skoraði sigurmark Napoli
Giovanni Di Lorenzo skoraði sigurmark Napoli
Mynd: Getty Images
Antonio Conte og lærisveinar hans í Napoli eru áfram á toppnum í Seríu A eftir að hafa unnið Lecce, 1-0, í dag. Ademola Lookman fór þá á kostum er Atalanta vann 6-1 stórsigur á Verona.

Conte tók við Napoli í sumar og hefur tekist að koma liðinu aftur í toppbaráttu.

Hægri bakvörðurinn Giovanni Di Lorenzo skoraði eina markið gegn Lecce þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir.

Þórir Jóhann Helgason var ekki í hópnum hjá Lecce í dag.

Napoli er á toppnum með 22 stig en Lecce í næst neðsta sæti með 5 stig.

Atalanta fór þá hamförum í fyrri hálfleik er liðið kjöldró Verona, 6-1, í Bergamó.

Evrópudeildarmeistararnir skoruðu fimm mörk í fyrri hálfleiknum. Marten de Roon, Mateo Retegui og Charles De Ketelaere komu liðinu í 3-0 á fyrstu fimmtán mínútunum.

Nígeríski sóknarmaðurinn Ademola Lookman skoraði fjórða markið á 29. mínútu og það fimmta aðeins fimm mínútum síðar. Stórbrotin frammistaða frá honum en hann lagði einnig upp fyrsta og þriðja mark leiksins.

Amin Sarr minnkaði muninn fyrir Verona undir lok hálfleiksins áður en Retegui bætti við öðru marki sínu þegar rúmur hálftími var til leiksloka.

Atalanta er í 4. sæti með 16 stig en Verona í 15. sæti með 9 stig.

Atalanta 6 - 1 Verona
1-0 Marten de Roon ('6 )
2-0 Mateo Retegui ('9 )
3-0 Charles De Ketelaere ('14 )
4-0 Ademola Lookman ('29 )
5-0 Ademola Lookman ('34 )
5-1 Amin Sarr ('42 )
6-1 Mateo Retegui ('58 )

Napoli 1 - 0 Lecce
1-0 Giovanni Di Lorenzo ('73 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 9 7 1 1 16 5 +11 22
2 Inter 9 5 3 1 21 13 +8 18
3 Juventus 9 4 5 0 15 5 +10 17
4 Fiorentina 9 4 4 1 20 9 +11 16
5 Atalanta 9 5 1 3 24 14 +10 16
6 Lazio 9 5 1 3 17 12 +5 16
7 Udinese 9 5 1 3 12 11 +1 16
8 Milan 8 4 2 2 16 9 +7 14
9 Torino 9 4 2 3 15 14 +1 14
10 Empoli 9 2 5 2 7 6 +1 11
11 Roma 9 2 4 3 9 11 -2 10
12 Bologna 8 1 6 1 9 11 -2 9
13 Como 9 2 3 4 11 16 -5 9
14 Cagliari 9 2 3 4 8 15 -7 9
15 Verona 9 3 0 6 13 21 -8 9
16 Monza 9 1 5 3 10 11 -1 8
17 Parma 9 1 5 3 12 14 -2 8
18 Genoa 9 1 3 5 7 20 -13 6
19 Venezia 9 1 2 6 7 16 -9 5
20 Lecce 9 1 2 6 3 19 -16 5
Athugasemdir