PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   sun 27. október 2024 14:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag: Söknuðum Höjlund í byrjun tímabilsins
Mynd: Getty Images

Rasmus Höjlund missti af fyrstu leikjum tímabilsins og er ekki kominn á fulla ferð ennþá. Hann er í byrjunarliði Man Utd gegn West Ham sem er í gangi þessa stundina.


Hann var ekki í byrjunarliðinu í vikunni gegn Fenerbahce og hefur ekki spilað 90 mínútur til þessa á tímabilinu. Erik ten Hag, stjóri Man Utd er handviss um að mörkin fari að koma þegar Höjlund kemst almennilega af stað.

„Við höfum verið í vandræðum með að skora mörk og Rasmus Höjlund er sá sem er bestur fyrir framan markið. Við söknuðum hans mikið í byrjun tímabilsins. Hann er kominn aftur en er ekki kominn á fullt, þess vegna var hann ekki í byrjunarliðinu í Istanbul," sagði Ten Hag.

„Hann byrjar í dag og við þurfum fleiri mörk, það er ekki bara í höndum Höjlund, aðrir geta vel skorað mörk, ég nefndi Bruno, Rashford og Garnacho. Þeir verða að taka ábyrgð. Við verðum að vinna, við verðum að vera lið sem er erfitt að vinna og vera stöðugir."


Athugasemdir
banner