PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   sun 27. október 2024 13:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarliðin í enska: Þrjár breytingar hjá Man Utd - 17 ára byrjar hjá Tottenham
Rasmus Hojlund er fremstur hjá Man Utd
Rasmus Hojlund er fremstur hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Mikey Moore
Mikey Moore
Mynd: Getty Images

Þrír leikir eru á dagskrá klukkan 14 í úrvalsdeildinni. Byrjunarliðin eru komin inn.


Man Utd tekur á móti West Ham. Bruno Fernandes var í banni í vikunni gegn Fenerbahce en hann kemur inn í liðið í dag og Mazraoui fer aftur í bakvörðinn eftir að hafa verið í 'tíunni' í vikunni. Viktor Lindelöf, Manuel Ugarte og Joshua Zirkzee setjast á bekkinn. Casemiro og Rasmus Hojlund koma einnig inn.

Það er markvarðarbreyting hjá West Ham en Lukasz Fabianski kemur inn fyrir Alphonse Areola. Þá kemur Kostas Mavropanos inn fyrir Jean-Clair Todibo í vörnina.

Chelsea mætir Newcastle en það eru tvær breytingar á báðum liðum. Anthony Gordon er ekki í leikmannahópi Newcastle en Miguel Almiron byrjar sinn fyrsta leik síðan í mars. Wesley Fofana snýr aftur eftir bann hjá Chelsea og Pedro Neto kemur einnig inn. Tosin Adarabioyo og Jadon Sancho setjast á bekkinn.

Hinn 17 ára gamli Mikey Moore kemur inn í lið Tottenham sem mætir Crystal Palace. Hann kemur inn fyrir Son Heung-min sem er meiddur. Þrjár breytingar eru á liði Palace.

Man Utd: Onana; Mazraoui, De Ligt, Martinez, Dalot; Casemiro, Eriksen; Rashford, Fernandes, Garnacho; Hojlund.

West Ham: Fabianski, Wan-Bissaka, Mavropanos, Kilman, Emerson, Rodriguez, Alvarez, Soler Paqueta, Bowen, Antonio


Newcastle: Pope, Schar, Joelinton, Tonali, Barnes, Isak, Hall, Livramento, Almiron,Burn, Guimaraes. 

Chelsea: Sanchez, James, Fofana, Colwill, Gusto, Lavia, Caicedo, Madueke, Palmer, Neto, Jackson.


Crystal Palace: Henderson, Munoz, Chalobah, Guéhi, Lacroix, Mitchell, Lerma, Wharton, Eze, Mateta, Sarr

Tottenham: Vicario; Porro, Romero, Van de Ven, Udogie; Bissouma, Maddison, Kulusevski; Johnson, Solanke, Moore.


Athugasemdir
banner