PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
banner
   sun 27. október 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Erkifjendur berjast um Íslandsmeistaratitilinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stærsti leikur ársins í íslenska boltanum fer fram klukkan 18:30 í kvöld er Víkingur og Breiðabliks eigast við í lokaumferð Bestu deildar karla í Víkinni. Bæði lið eiga möguleika á að verða Íslandsmeistari.

Ríkjandi meistarar Víkings eru á toppnum með 59 stig eins og Breiðablik sem er í öðru sæti.

Munurinn er að Víkingur er með +11 í markatölu á Blika. Það þýðir að ef Breiðablik ætlar að verða meistari þá þarf liðið að vinna í kvöld, en Víkingum dugir jafntefli.

Félögin hafa skapað mikinn ríg síðustu ár og er óhætt að kalla þau erkifjendur í dag.

Það gerir þennan leik enn stærri. Tíu ár eru liðin frá því að Stjarnan varð Íslandsmeistari eftir að hafa unnið FH, 2-1, í Kaplakrika. Bæði lið gátu orðið Íslandsmeistari í lokaumferðinni, en Stjarnan vann eftir dramatík og umdeildar ákvarðanir.

Eins og áður kom fram fer leikur Víkings og Breiðabliks fram klukkan 18:30 og er hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

U23 ára landslið kvenna mætir þá Finnlandi í vináttuleik ytra en hann hefst klukkan 10:00 og er í beinni útsendingu á Youtube-rás finnska fótboltasambandsins.

Leikir dagsins:

Besta-deild karla - Efri hluti
18:30 Víkingur R.-Breiðablik (Víkingsvöllur)

U23 landslið kvenna:
10:00 Finnland - Ísland
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 27 19 5 3 63 - 31 +32 62
2.    Víkingur R. 27 18 5 4 68 - 33 +35 59
3.    Valur 27 12 8 7 66 - 42 +24 44
4.    Stjarnan 27 12 6 9 51 - 43 +8 42
5.    ÍA 27 11 4 12 49 - 47 +2 37
6.    FH 27 9 7 11 43 - 50 -7 34
Athugasemdir
banner
banner