PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   lau 26. október 2024 21:06
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Barcelona niðurlægði Real Madrid á Bernabeu
Robert Lewandowski skoraði tvö
Robert Lewandowski skoraði tvö
Mynd: Getty Images
Raphinha er sjóðandi heitur þessa dagana
Raphinha er sjóðandi heitur þessa dagana
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Barcelona niðurlægði Real Madrid, 4-0, á Santiago Bernabeu í La Liga í kvöld.

Börsungar hafa fagnað frábæru gengi undir stjórn þýska þjálfarans Hansi Flick, en hann tók við liðinu af Xavi í sumar.

Real Madrid hefur vissulega verið að ná í stigin en samt spilað undir getu á tímabilinu. Munurinn á liðunum sást bersýnilega í leiknum í kvöld, en Börsungar völtuðu yfir Madrídinga í síðari hálfleiknum.

Heimamenn voru líklegri aðilinn í fyrri hálfleiknum. Kylian Mbappe skoraði eftir hálftíma en markið dæmt af vegna rangstöðu og þá átti Vinicius Junior ágætis tilraun framhjá markinu.

Barcelona tók öll völd í síðari hálfleik. Robert Lewandowski skoraði tvö mörk á tveimur mínútum, en varnarleikur Real Madrid var skammarlegur.

Í fyrra markinu ætlaði Real Madrid að spila rangstöðugildru á Lewandowski en sú tilraun misheppnaðist svakalega. Marc Casado sendi pólska sóknarmanninn í gegn, sem hafði allan tímann í heiminum, en hann ákvað í staðinn að skjóta fyrir utan teig. Skotið var nákvæmt í hægra hornið og staðan þá 1-0.

Tveimur mínútum síðar fékk Alejandro Balde boltann á vinstri vængnum. Hann sá Lewandowski dauðafrían í miðjum teignum, kom með fyrirgjöfina á kollinn á hinum stóra og stæðilega Lewandowski sem skallaði boltann í fjærhornið.

Eder Militao var við hlið Lewandowski þegar fyrirgjöfin kom en steingleymdi manninum. Þá má einnig setja spurningarmerki við Antonio Rüdiger sem var allt of seinn í teiginn.

Mbappe, sem hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína síðan hann kom frá Paris Saint-Germain, fékk tvö dauðafæri til að koma Real Madrid aftur inn í leikinn, en hann lét Inaki Pena verja frá sér í tvígang.

Lewandowski gat þá fullkomnað þrennu sína er hann fékk boltann í algeru dauðafæri hægra megin í teignum, en setti boltann yfir markið.

Hinn 17 ára gamli Lamine Yamal skrifaði nafn sitt í sögubækur El Clasico á 77. mínútu. Inaki Pena átti langan bolta fram sem Lewandowski skallaði í hlaupaleið Raphinha. Brasilíumaðurinn keyrði að marki, lagði boltann á Yamal sem hamraði boltanum í þaknetið.

Raphinha gerði fjórða og síðasta mark Barcelona. Inigo Martinez átti langan bolta fram völlinn og aftur voru varnarmenn Real Madrid í rugli. Raphinha slapp einn í gegn og lyfti boltanum yfir Andriy Lunin í markinu.

Svakalegur sigur fyrir Barcelona sem er nú með 30 stig á toppnum, sex stigum á undan Real Madrid. Madrídingar voru ekki að búast við því að vera rassskelltir á heimavelli sínum en það varð raunin.

Real Madrid 0 - 4 Barcelona
0-1 Robert Lewandowski ('54 )
0-2 Robert Lewandowski ('56 )
0-3 Lamine Yamal ('77 )
0-4 Raphinha ('84 )

Las Palmas 1 - 0 Girona
1-0 Alex Munoz ('42 )

Valladolid 1 - 2 Villarreal
0-1 Thierno Barry ('29 )
1-1 Mamadou Sylla ('60 , víti)
1-2 Ayoze Perez ('84 )

Rayo Vallecano 1 - 0 Alaves
1-0 Antonio Sivera ('80 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Abdul Mumin, Rayo Vallecano ('22)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 11 10 0 1 37 10 +27 30
2 Real Madrid 11 7 3 1 21 11 +10 24
3 Villarreal 11 6 3 2 20 19 +1 21
4 Atletico Madrid 11 5 5 1 16 7 +9 20
5 Betis 11 5 3 3 11 9 +2 18
6 Osasuna 11 5 3 3 16 16 0 18
7 Athletic 10 5 2 3 17 11 +6 17
8 Mallorca 10 5 2 3 10 8 +2 17
9 Vallecano 11 4 4 3 12 10 +2 16
10 Sevilla 11 4 3 4 12 15 -3 15
11 Celta 11 4 1 6 17 20 -3 13
12 Real Sociedad 11 3 3 5 8 10 -2 12
13 Girona 11 3 3 5 11 14 -3 12
14 Leganes 11 2 5 4 9 12 -3 11
15 Getafe 11 1 7 3 8 9 -1 10
16 Alaves 11 3 1 7 13 19 -6 10
17 Espanyol 11 3 1 7 10 19 -9 10
18 Las Palmas 11 2 3 6 13 19 -6 9
19 Valladolid 11 2 2 7 9 23 -14 8
20 Valencia 11 1 4 6 8 17 -9 7
Athugasemdir
banner
banner
banner