PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
banner
   lau 26. október 2024 20:52
Brynjar Ingi Erluson
Yamal yngsti markaskorari í sögu El Clasico
Yamal fagnaði með því að hlaupa að stuðningsmönnum Real Madrid og benda aftan á treyju sína
Yamal fagnaði með því að hlaupa að stuðningsmönnum Real Madrid og benda aftan á treyju sína
Mynd: Getty Images
Spænska undrabarnið Lamine Yamal setti enn eitt metið með Barcelona í kvöld er hann skoraði þriðja mark liðsins gegn Real Madrid í El Clasico á Santiago Bernabeu.

Barcelona er að ganga frá Madrídingum á Bernabeu en Robert Lewandowski skoraði tvö mörk snemma í síðari hálfleik áður en Yamal gerði þriðja markið á 77. mínútu.

Varnarleikur Real Madrid hefur ekki verið til staðar. Inaki Pena, markvörður Börsunga, sparkaði boltanum langt fram á Lewandowski sem náði að skalla hann aftur fyrir sig og í hlaupaleið Raphinha.

Brasilumaðurinn keyrði með boltann í átt að teignum með Yamal hægra megin við sig. Antonio Rüdiger var á milli þeirra en gat ekkert er Raphinha sendi boltann á Yamal sem hamraði honum í þaknetið hægra megin.

Markið var sögulegt í þessum stórslag en Yamal er yngsti leikmaðurinn til að skora í El Clasico. Hann tók metið af samherja sínum, Ansu Fati. Yamal er 17 ára og 105 daga gamall en Fati var 17 ára og 359 daga gamall þegar hann skoraði gegn Real.

Sjáðu markið hjá Yamal

Raphinha var að gera fjórða mark Barcelona til að fullkomna frábæra frammistöðu sína í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner