PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   sun 27. október 2024 12:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Elmar segir Benoný geta farið alla leið - „Það lið sem hreppir hann er heppið"
Theodór og Benoný fagna einu af mörkum liðsins í gær
Theodór og Benoný fagna einu af mörkum liðsins í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Theodór Elmar Bjarnason spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í gær þegar KR valtaði yfir HK í lokaumferð Bestu deildarinnar.


Lestu um leikinn: KR 7 -  0 HK

Hann fær nýtt hlutverk hjá félaginu en hann verður aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Fótbolti.net ræddi við hann í gær en hann hrósaði yngri leikmönnum liðsins í hástert.

„Mér finnst ákveðinn sigur fyrir KR hvað við erum búnir að koma mörgum fáránlega efnilegum strákum inn í hópinn, þeir eru búnir að fá mínútur, erum búnir að blóðga þá alla og þeir verða tilbúnari í næsta tímabil. Mér finnst það frábær og ákveðinn sigur," sagði Theodór Elmar.

Benoný Breki Andrésson er aðeins 19 ára gamall en hann tók sín fyrstu skref með meistaraflokki síðasta sumar. Hann gerði sér lítið fyrir og sló markametið í efstu deild í sumar en hann skoraði fimm mörk í gær sem skilaði honum 21 marki í sumar.

„Hann getur náð eins langt og hann vill í raun, ef heppnin er með honum getur hann farið alla leið. Ég hef fulla trú á honum, frábær strákur, með hausinn rétt skrúfaðan á, engir töffarastælar í honum. Það lið sem hreppir hann er heppið," sagði Theodór Elmar.


Theodór Elmar: Stoltur af öllu sem ég hef gert á mínum ferli
Óskar Hrafn: Við viljum að hann fari út og taki næsta skref
Athugasemdir