PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   sun 27. október 2024 14:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stuðningsmenn Bröndby og FCK slógust inn á vellinum
Mynd: EPA

Það var mikill hasar fyrir grannaslag Bröndby og FC Kaupmannahafnar í dag.


Stuðningsmenn liðanna tókust á en nokkrir grímuklæddir menn ruddust inn á völlinn og stuðningsmenn beggja liða köstuðu blysum að hvor öðrum.

Hasarainn hófst í gær þar sem stuðningsmennirnir slógust fyrir utan bar í Kaupmannahöfn.

Leiknum seinkaði um korter og það var alls ekki jafn mikill hasar þegar leikurinn hófst. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. FCK er á toppi deildarinnar með 25 stig eftir 13 umferðir en Midtjylland er aðeins stigi á eftir og á leik til góða. Rúnar Alex Rúnarsson sat á bekknum hjá FCK í dag.

Bröndby er í 6. sæti með 19 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner