Jónatan Guðni Arnarsson fer um komandi helgi í annað sinn á reynslu til sænska félagsins Norrköping.
Hann mun æfa með liðinu í nokkra daga og spila æfingaleik gegn IK Sirius. Bæði Norrköping og Sirius eru í efstu deild Svíþjóðar.
Hann mun æfa með liðinu í nokkra daga og spila æfingaleik gegn IK Sirius. Bæði Norrköping og Sirius eru í efstu deild Svíþjóðar.
Jónatan Guðni er uppalinn í Fjölni og var nýlega á reynslu hjá Norrköping.
„Eins og áður hefur komið hefur fram, fór Jónatan Guðni til æfinga með aðalliðinu fyrir stuttu síðan og hefur greinilega staðið sig vel. Óskum við Jonna alls hins besta í þessu verkefni enda feykilegt efni hér á ferð sem við hjá Fjölni erum stolt af," segir í tilkynningu Fjölnis.
Jónatan Guðni er fæddur árið 2007, kom við sögu í 19 leikjum í Lengjudeildinni og skoraði eitt mark. Hann á að baki níu leiki með unglingalandsliðunum.
Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson eru leikmenn Norrköping.
Athugasemdir