Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   fim 14. nóvember 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eyþór Ingi og Tómas Freyr framlengja við Víði
Mynd: Víðir Garði
Víðir Garði hefur tilkynnt að Eyþór Ingi Einarsson og Tómas Freyr Jónsson eru búnir að framlengja samninga sína við félagið.

Ekki er greint frá því hversu langa samninga þessir ungu strákar gera við félagið.

Eyþór Ingi er 21 árs varnarmaður með 6 leiki að baki fyrir Víði, á meðan hinn tvítugi Tómas Freyr hefur spilað 14 leiki fyrir félagið.

Eyþór og Tómas komu aðeins við sögu í einum leik í 3. deild karla í sumar, þar sem Víðir gerði mjög vel að enda í öðru sæti og tryggja sig þar með upp um deild.

Víðir mun því leika í 2. deildinni á næsta ári og verða Eyþór og Tómas báðir í hóp.
Athugasemdir
banner
banner
banner