„Mikilvægi leiksins er augljóslega mjög mikið. Þetta eru tvö lið í botnbaráttunni og við förum á Skipaskaga til að ná í þrjú stig," sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson, fyrirliði Leiknis, í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær.
Leiknir er komið í fallsæti en liðið mætir ÍA í fallbaráttuslag á Skaganum í kvöld.
Leiknir er komið í fallsæti en liðið mætir ÍA í fallbaráttuslag á Skaganum í kvöld.
„Við ætlum að spila góðan fótbolta. Skagamenn eru búnir að spila mjög vel og eru með mjög sterkt lið. Við höfum verið að tapa jöfnum leikjum með einu marki, við þurfum að fara að finna eitthvað extra til að geta klárað leikina," sagði Ólafur en viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan. Þar fer Ólafur meðal annars yfir stuttbuxnafagnið sitt sem hefur vakið mikla athygli.
Leikir dagsins:
17:00 Stjarnan-ÍBV (Samsung völlurinn)
19:15 Fylkir-Fjölnir (Fylkisvöllur)
19:15 ÍA-Leiknir R. (Norðurálsvöllurinn)
Sjá einnig:
Hlustaðu á útvarpsþáttinn í heild sinni
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir