Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum sáttur með sigurinn gegn FH. Blikar halda öðru sætinu eftir magnaðan leik í Krikanum.
Lestu um leikinn: FH 2 - 4 Breiðablik
„FH sýndi gæði sín í fyrri hálfleik og óðu í gegnum okkur hvað eftir annað. Gott hjá okkur að sýna gæði á móti og koma til baka," sagði Gunnleifur.
„Það eru ógeðslega góðir leikmenn í Breiðabliki og þegar við erum ON þá erum við illviðráðanlegir. Það er merki um gott lið að koma til baka 2-0 undir í Krikanum."
Í síðustu viku var tilkynnt að Anton Ari Einarsson væri á leið í Kópavoginn eftir tímabilið. Gunnleifur var spurður út í það.
„Flott. Frábær markvörður. Ég hlakka til að vinna með honum. Við erum lið sem viljum keppa um titla og Breiðablik þarf að eiga toppmenn í öllum stöðum."
Hvernig lýst honum á lokasprettinn.
„Ef við vinnum rest og KR tapar rest þá er ég bara sáttur!" sagði Gunnleifur léttur að lokum.
Athugasemdir