Grótta tilkynnti í dag að Benedikt Þór Viðarsson og Kristófer Dan Þórðarson væru gengnir í raðir félagsins.
Benedikt Þór er uppalinn í Gróttu en hefur verið hjá KR og Val síðustu ár. Hann er 17 ára framsækinn leikmaður sem á að baki sex leiki með KH, venslaliði Vals.
Kristófer Dan er uppalinn FH-ingur sem leikið hefur með Haukum, ÍH og Reyni Sandgerði. Kristófer kemur til Gróttu frá Reyni Sandgerði. Hann skoraði þrjú mörk í sjö leikjum í 2. deild í sumar en hann kom til Reynis frá ÍH í glugganum eftir að hafa skorað níu mörk í 15 leikjum fyrri hluta sumars. Fyrr í vetur æfði hann með Grindavík þar sem hann var til reynslu.
„Kristófer hefur skorað 29 mörk í 80 leikjum í 1., 2. og 3. deild og mun vonandi þenja netmöskvana í bláu treyjunn í sumar," segir í tilkynningu Gróttu. Hann
„Við erum að byggja upp spennandi hóp fyrir komandi tímabil og fáum nú inn tvo leikmenn til að þétta raðirnar í fremstu víglínu. Benni er orkumikill og metnaðarfullur leikmaður með mikinn vilja til að bæta sig. Hann er bara 17 ára og á framtíðina fyrir sér ef hann heldur rétt á spöðunum. Kristófer hefur gengið í gegnum erfið meiðsli og veikindi síðustu árin en er nú kominn í fantaform og við fögnum því að hann velji Gróttu til að taka næsta skrefið á sínum ferli. Ég er viss um að Kristófer muni hrella varnarmenn andstæðinga okkar næsta sumar með snerpu sinni og áræðni," segir Magnús Örn Helgason, yfirmaður fótboltamála, um komu nýju leikmannanna.
Benedikt Þór er uppalinn í Gróttu en hefur verið hjá KR og Val síðustu ár. Hann er 17 ára framsækinn leikmaður sem á að baki sex leiki með KH, venslaliði Vals.
Kristófer Dan er uppalinn FH-ingur sem leikið hefur með Haukum, ÍH og Reyni Sandgerði. Kristófer kemur til Gróttu frá Reyni Sandgerði. Hann skoraði þrjú mörk í sjö leikjum í 2. deild í sumar en hann kom til Reynis frá ÍH í glugganum eftir að hafa skorað níu mörk í 15 leikjum fyrri hluta sumars. Fyrr í vetur æfði hann með Grindavík þar sem hann var til reynslu.
„Kristófer hefur skorað 29 mörk í 80 leikjum í 1., 2. og 3. deild og mun vonandi þenja netmöskvana í bláu treyjunn í sumar," segir í tilkynningu Gróttu. Hann
„Við erum að byggja upp spennandi hóp fyrir komandi tímabil og fáum nú inn tvo leikmenn til að þétta raðirnar í fremstu víglínu. Benni er orkumikill og metnaðarfullur leikmaður með mikinn vilja til að bæta sig. Hann er bara 17 ára og á framtíðina fyrir sér ef hann heldur rétt á spöðunum. Kristófer hefur gengið í gegnum erfið meiðsli og veikindi síðustu árin en er nú kominn í fantaform og við fögnum því að hann velji Gróttu til að taka næsta skrefið á sínum ferli. Ég er viss um að Kristófer muni hrella varnarmenn andstæðinga okkar næsta sumar með snerpu sinni og áræðni," segir Magnús Örn Helgason, yfirmaður fótboltamála, um komu nýju leikmannanna.
Grótta féll úr Lengjudeildinni í sumar og verður því í 2. deild næsta sumar. Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari liðsins.
Athugasemdir