Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 23. desember 2024 09:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrjú félög hafa áhuga á Arnþóri Ara - Tvö úr Bestu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrjú félög hafa samkvæmt heimildum Fótbolta.net áhuga á að fá Arnþór Ara Atlason í sínar raðir frá HK. Það eru Stjarnan og FH í Bestu deildinni og uppeldisfélagið Þróttur Reykjavík sem er í Lengjudeildinni.

Arnþór er samningsbundinn HK en eftir að liðið féll úr Bestu deildinni í haust getur hann fengið sig lausan.

Arnþór Ari er 31 árs miðjumaður sem gekk í raðir HK fyrir tímabilið 2019 eftir að hafa þar á undan leikið með Breiðabliki. Hann er uppalinn hjá Þrótti og lék þar sín fyrstu tímabil í meistaraflokki áður en hann samdi við Fram fyrir tímabilið 2014 og var þar í eitt tímabil áður en hann hélt í Kópavoginn.

Í sumar skoraði Arnþór sjö mörk í 25 leikjum með HK og var markahæsti leikmaður liðsins ásamt Atla Þór Jónassyni.
Athugasemdir
banner
banner